Þá er fyrra prófið mitt búið og bara eitt eftir! Prófið var munnlegt og gekk alltílæ.
Hitt var hins vegar alveg skelfilegt að með ákafanum í mér og brussugangnum tókst mér að slá bók í vatnsglas hjá kennaranum og hella yfir öll blöðin hans! Ég fór náttúrulega alveg í rusl en stöllurnar sem prófuðu mig voru hinar rólegustu og sögðu mér bara að halda áfram meðan önnur þeira hristi blöðin og náði í pappír til að þurrka þetta upp.
Þetta lækkar nú örugglega ekki einkunnina og kannski bjargaði þetta bara annars tilbreytingarlausum degi hjá þeim!
E.S. Ég veit um síðu með nágrannaþáttum en ég ætla ekki að setja slóðina hérna inn fyrr en allir eru búnir í prófum. Þið hafið þá eitthvað að hlakka til ;o)
Ósk at 14:16