þriðjudagur, janúar 25, 2005
Afmæli!!
Nú líður að afmælisdeginum og eftir 3 daga verð ég 22 ára
gömul....
Í tilefni af því var ég að spá hvort við gætum ekki bara farið út að borða og svo kannski farið í bíó á eftir. Hvernig líst ykkur á það?
Over and out...
Eyrún at 18:27
laugardagur, janúar 22, 2005
Bóndadagurinn...
Í tilefni bóndadagsins sem var í gær datt mér í hug að deila þessu með ykkur.....;)
Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950:
1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karlmönnum nauðsynlegt.
2. Notaðu 15 mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.
3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.
4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim..Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og han vill sjá þau þannig.
5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvottavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.
6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.
7. Sjáður til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúin með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.
8. Láttu ahann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.
9. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag!
Marta María at 16:00
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Helgin framundan...
Jæja, eftir smá umhugsun hef ég ákveðið að skrifa á síðuna okkar enda langt síðan ég lagði síðast orð í belg....Hummm ég byrjaði í skólanum fyrir ca 2 vikum og fögin sem ég er í virðast bara vera áhugaverð! T.d. var ég í frumulíffræði í síðust viku í stóra salnum í Öskju (þar sem ég er oftast) og þar sem ég sé ekkert alltof vel sit ég næstfremst...en allavena..þarna er kennarinn að halda fyrirlestur og ákveður svo að taka 2 mínútna pásu, nú eins og gerist og gengur myndast þá kliður í salnum og allir fara að tala..eftir 2 mínútur byrjar kennarinn að þruma fyrirlestrinum áfram yfir okkur og talar hátt og snjallt...en hvað haldiði að ég geri? Eitthvað hef ég verið utan við mig þessar 2 pásumínútur því ég tek upp gula eyrnatappa og sting þeim í eyrun og finn svona rödd kennarans smám saman fjara út og enda í svona tali langt í burtu ...eftir smá stund hugsa ég; "Bíddu hvað er ég að gera?!..um leið og kennarinn byrjar að tala sting ég eyrnatöppum í eyrun!..og hvað ætli fólkið í kringum mig haldi!?" Nú svo ég læt eins og ekkert sé og fjarlægi þá...en ég gat nú ekki gert annað en brosað!
En jæja, IDOL fram undan og vonandi verða úrslitin sanngjarnari en síðast...en við sjáumst þá bara...
Marta María
Marta María at 23:02
"Idol, pitsu, spila og kannski eitthvað fleira" kvöld :)
Þá er komið að því, annar smáralindarþáttur Idolsins er á morgun og allir eru velkomnir í idolgettogether hjá mér... eða þannig. Endilega sendiði sms og látiði mig vita hvort þið komist og svo er bara að mæta á staðinn. Það mega einhverjir koma fyrr ef þeir nenna svo þeir geti hjálpað mér að gera pitsuna :) hlakka til að sjá sem flesta :)
Eyrún at 16:17
föstudagur, janúar 14, 2005
Nýtt blogg :)
Ég var að fá mér bloggsíðu :) endilega kíkið.
http://blog.central.is/eyrung
Eyrún at 16:10
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Afmæli!
Jæja skvísur, ég ætla að hafa smá boð á laugardaginn á slaginu 20:18! Það verða léttar veitingar, kjaftað og singstar! :) Ég verð bara með gos og svona en ykkur er velkomið að koma með eigin veigar ef þið eruð í svoleiðis stuði og við getum jafnvel ath. hvort það sé stemmari fyrir bæjarferð...látum það bara ráðast! :) Þið megið endilega láta mig vita hvort þið komist ekki alveg örugglega.
Sjáumst þá,
Anna Lísa Afmælis-Skvísa!
Anna Lisa at 15:46
þriðjudagur, janúar 11, 2005
Idol"partý"
Gleðilegt ár allir sama og takk kærlega fyrir það gamla :)
Þar næstu föstudag ætla ég að halda smá Idolsamkomu fyrir alla þá sem vilja koma og fylgjast með Idol, við gætum bakað pitsu og haft það gott. Hvernig lýst ykkur á??
Annars er skólinn byrjaður og ég náði að mæta 2 heila daga áður en ég varð lasin :( en mér er að batna núna þannig að ég kemst örugglega í skólann á morgun. Mér lýst nú bara ágætlega á þetta, þó er einn áfangi sem maður þarf að halda fyrirlestra og vera með eitthvað powerpoint show. Kannski ég biðji Kristínu að hjálpa mér með það þegar fram líða stundir þar sem ég er svo tölvufötluð :( Viltu það Kristín ??
Eigum við að halda áfram með "nafnasamkeppnina" þegar við hittumst í Idolinu???
Eyrún at 19:07
sunnudagur, janúar 09, 2005
Gleðilegt ár!
Jæja þá er nýja árið komið. Síðasta ár er annars búið að vera ljómandi gott.
-Ég er búin að vera að vinna á frábærum leikskóla með yndislegustu börnunum á Íslandi
-Ég fór þrisvar sinnum til útlanda, Mallorca með Hannesi mínum, Svíþjóð og Danmörk með vinnunni (sem endaði svo á ferð til Århus til hennar Þóru J) og að lokum þessi fínasta verslunarferð rétt fyrir jólin til Boston með Hannesi mínum og tengdapabba! J
-Ragnheiður, systir mín, keypti sína fyrstu íbúð með Einari sínum
-Að sjálfsögðu eignaðist ég svo yndislega litla frænku, hana Valdísi, og Frændi og Þórný trúlofuðu sig!
-Svo eru ég búin að eiga margar frábærar stundir með fjölskyldunni og ykkur elsku snúllurnar mínar...kosskoss! J
Nýja árið byrjar mjög vel...Singstar, singstar og singstar, bíó og svo fórum við Hannes smá út að borða og svona í tilefni af 3ja ára “afmæli okkar” ...úff hvað tíminn líður hratt!
Næsta vika verður viðburðarík! Á þriðjudaginn verður síðasti dagurinn í vinnunni þar sem skólinn fer að byrja...úff hvað ég á eftir að berjast við tárin þegar ég kveð litlu krúttin! L Vonandi fæ ég bara vinnu í sumar þ.a.aðskilnaðurinn verður ekki svo langur! ;) Svo á miðvikudaginn bætist enn eitt árið við...ég verð 22 ára!!!!!!! Erum við virkilega orðnar svona gamlar eða er ég bara e-ð að ruglast í talningunni??? Nei, nei, þetta er bara gaman! (*kreist bros*)
Í tilefni af því að vera orðin svona gömul þá ætla ég að bjóða ykkur í afmæli á laugardaginn (það hentar betur en fös.fyrir foreldra mína) þar sem verða veitingar og síðast en ekki síst SINGSTAR! J Ég segi ykkur betur frá smáatriðum síðar!
Hér var einmitt að ljúka “fjölskyldusingstar” ...það var hörkufjör en niðurlæging kvöldsins var án efa þegar ég tapaði fyrir pabba í e-u lagi sem heitir 50:50 með Lemar! :S
Það var mikil sorg þegar Hannes sýndi mér fréttina á mbl.is í dag þar sem Brad Pitt og Jennifer Aniston tilkynntu að þau væru skilin...fullkomna parið!
En ég hlakka til að sjá ykkur fljótt aftur elskurnar mínar!!
Anna Lisa at 01:33