föstudagur, september 29, 2006
Kveðja frá Washington D.C.
Vildi bara segja halló. Hef það nokkuð gott hérna hjá mömmu og pabba. Ákvað að vera mikill túristi í Washington þar sem að þetta er eflaust síðasta skipti sem ég kem hingað í langan tíma. Mér finnst eiginlega ekkert skemmtilegra en að labba um og vera úber mikið túrista-nörd! Er líka búin að fara þrisvar sinnum í bíó og ALLAR myndirnar voru frábærar, geri aðrir betur. Sá fyrst Last Kiss (Zach Braff úr Scrubs) sem var ferlega sæt. Svo sá ég Little Miss Sunshine (fullt af góðum leikurum) sem var frábær, ein af mínum uppáhaldsmyndum svei mér þá. Og síðast en ekki síst sá ég Science of sleep (Gael García Bernal, Michel Gondry leikstýrði). Hún var mjöööög spes en samt góð.
Síðustu daga er ég búin að vera að hjálpa mor og far að pakka og þess háttar vesen. Svo er ég búin að kaupa næstum allar jólagjafirnar! Hef aldrei gert það áður, er alltaf í stressi að kaupa gjafirnar heima á Íslandi, en núna var ég voðalega skynsöm.
Eruði ekki í stuði?
Knús, Hildigunnur hæna.
Hildigunnur at 17:12
þriðjudagur, september 26, 2006
Women - Know your limits!
Stelpur, lærið hvernig þið eigið að haga ykkur hér ;)
Ég var líka búin að setja inn myndir frá því á föstudaginn...
Snilldarmyndin sem Sverrir tók :) ...
...rosa fínar...
...og svo ein af prinsessunni...nýju frænku okkar Bryndísar! :)
~~~~~~~~~~~~~~~~~
Anna Lísa
P.s. Ásgerður...við erum farnar að bíða spenntar eftir fréttum frá Norge! ;)