þriðjudagur, apríl 12, 2005
Svör óskast!Hvað er að mér??Nú er klukkan að verða 2 og ég er að fara að sofa! Allt í lagi með það...ef ég ætti ekki að mæta í skólann klukkan 8.15 í fyrramálið...í tíma sem ég hef ekki mætt í í síðustu 3 skipti því ég nenni ekki að vakna!En OK, allt í lagi með það...ef ég væri ekki búin að eyða bókstaflega öllu kvöldinu fyrir framan sjónvarpið og tölvuna! :S Síðustu klukkutímum hef ég eytt í heilalausa leiki á netinu (sjá hér) og þurfti að neyða mig til að hætta til að fara að sofa!En nú er það kannski ekki óalgengt að ég hangi lengi fyrir framan imbann og á netinu en nú þarf ég virkilega að fara að læra!! Ég er bókstaflega búin að lesa 20bls. af námsefni vetrarins og fyrsta prófið er eftir 17 daga!!!! Ég veit að ég þarf nauðsynlega að læra...en hey, einn sjónvarpsþáttur til eða frá...eða 10 heilalausirleikirsemerualgjörirtímaþjófar ættu ekki að skipta máli!!
JÚ ANNA LÍSA!!!
ÞEIR SKIPTA MÁLI!!!!
FARÐU AÐ LÆRA AULINN ÞINN!!!!
Jæja...ég farin að sofa! *geispigeisp* Góða nótt! :*
-Anna Lísa sem er að fara "yfir-um"!
Anna Lisa at 01:58
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Neighbours!
Ég held að þetta sé nú alveg málið! ;)
Ne-eighbours...everybody needs good nei-eighbours... :D
Anna Lisa at 21:44
mánudagur, apríl 04, 2005
Jæja dömur mínar!Apríl kominn og nú styttist í próf! Ég ætla því bara að drífa í því að halda saumaklúbb á laugardaginn þann 9.!! Hvernig líst ykkur á það??Endilega látið vita sem fyrst! Skilaboð verða sem fyrr send til svarleysingja á fimmtudag!Kyss kyss :)
Bryndis Julia at 23:54