þriðjudagur, júní 19, 2007
Sælar skvísur!
Hverjar hafa áhuga á að fara á Ocean's Thirteen? Það voru skiptar skoðanir í saumó hvort það ætti að fara á miðvikudag eða fimmtudag. Endilega kommentið um hvort hentar ykkur betur!
Knús, Kristín
Kristín at 21:10
miðvikudagur, júní 13, 2007
ÚTSKRIFT 2007:)
Hæ hæ girls
Ég er að útskrifast úr Háskólanum á laugardaginn og býð ykkur velkomnar heim til mín svona uppúr kl.21:00 fyrir þær sem komast og betri helming þeirra. Ég veit nú þegar að sumar verða erlendis og Tóta sjálf að útskrifast en það væri gaman ef ég gæti kannski fengið að vita svona nokkurn veginn hverjir ætla að koma og hvort það verði stemning fyrir að fara eitthvað..bara svona pælingar...:)
Bestu kveðjur:)
Marta María BS:)
Marta María at 18:31
mánudagur, júní 11, 2007
Tenerife
Ég komst að því í dag að ég er að fara til Tenerife á miðvikudaginn... eftir 2 daga... ekki á morgun heldur hinn...
Hele familien (eða svona hér um bil) er að fara þ.a. við Bryndís verðum saman í góðum gír í hlýjunni með ís í annarri...og ís í hinni! :Þ
Það er margt sem þarf að gera á þessum stutta tíma en ég er eiginlega hálffegin því að þurfa bara að hugsa um þessa blessuðu flugferð í tvo daga, en ekki tvo mánuði! ;)
Ég bið að heilsa ykkur í bili :)
P.s. Marta María og Tóta útskriftargellur - eigið góðan dag á laugardaginn :)
Anna Lísa Sólarlandaskvísa
Anna Lisa at 22:52
laugardagur, júní 02, 2007
Sæl veriði öllsömul...
Hvar á ég að byrja þessa frásögn mína?! Ég ætla bara að stikla á mjög stóru yfir síðustu mánuði þessa árs..
- Ég átti afmæli 17. febrúar og skemmti mér alveg ofboðslega veeeeeel..sem minnir mig á það að ég þarf helst að fá Pál Óskar diskinn frá Kristínu lánaðan aftur held að lögin hafi duttið út sem ég þóttist vera búin að setja inn..er það ekki í lagi Kriiiiiiiistín?!;)
- Bróðir minn og mágkona eignuðust frumburð sinn þann 17. mars, mánuði eftir að ég átti afmæli..það var strákur og hefur verið skírður Eysteinn Alfreð Magnússon og finnst mér þetta nafn hljóma alveg einstaklega vel..:)
- Ég fór einungis í tvö próf þetta árið í Háskólanum og gekk bara rosa vel. Einnig kláraði ég líka 6 eininga lokaverkefnið mitt í sameindalíffræðinni sem heitir "TGFbeta fjölskyldan í stofnfrumum úr fósturvísum músa (mES)". Nokkrir fjölskyldumeðlimir voru t.d. svo heppnir að fá að fara í "vísindaferð" í læknagarð til að sjá sláandi hjartavöðvafrumur í smásjá sem ég hafði ræktað vegna verkefnisins..
- 27. maí gifti svo Arndís systir sig og Jón mágur í Fríkirkjunni í Reykjavík við ótrúlega fallega athöfn og síðan var nánustu fjölskyldumeðlimum boðið í veislumat, fjör og leiki heim til þeirra um kvöldið!
- Og svo er ég byrjuð í nýrri vinnu hjá deCode genetics og líst bara mjög vel á. Búin að vinna í sirka tvær vikur og auðvitað lært ýmis viðeigandi vinnubrögð og margt fróðlegt enda búin að fara á tvo fyrirlestra í vinnunni síðan ég byrjaði og það var svoooooooo gaman og fróðlegt. Ekki skemmir fyrir að liðka enskuna þar sem nokkrar sem vinna með mér eru frá ýmsum löndum, nánar tiltekið Frakklandi, Póllandi, Taiwan og Bólivíu svo hver veit nema ég verð farin að slá um mig á einhverju framandi tungumáli he he..;)
...en nú úr "persónulegu hlutunum" yfir í þjóðmálin og allt og ekkert..
- Eftir að hafa fylgst svona með öðru auganu með kosningabaráttunni tók við ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Mér mun finnast ansi spennandi að fylgjast með þessari nýju stjórn og hvernig þau munu taka á ýmsum málum sem þau voru t.d. ekki sammála um fyrir kosningar og svo framvegis..gaman að þessu..:)
- Það er dýrt í strætó. Eftir að nýr flokkur tók við stjórn borgarinnar hefur ekki mikið lagast í þessum málum þrátt fyrir að mikið hafði verið sett út á stjórn og skipulag R-listans hvað strætómál varðaði..það varð allt vitlaust þegar sá listi ætlaði að hækka í strætó og gert að miklu hitamáli en nú allt í einu..úpps obbosí kostar 280 krónur stakt gjald í strætó fyrir hinn almenna borgara og ekki nóg með það þá eiga strætóarnir að ganga á hálftíma fresti í allt sumar og það hefur nánast ekkert verið talað um það í fjölmiðlum..auðvitað best að láta sem minnst fyrir þessu fara hahahaha...Þessu mótmæli ég harðlega sem daglegur strætónotandi:) Bæði verð og fyrirkomulag strætóferða er ALLS EKKI til að hvetja hinn almenna borgara til að minnka mengun og skilja einkabílinn eftir heima..en svona er pólitíkin..skiptir ekki máli hver stjórnar..
- Skonda mál vikunnar er að ákveðið var að hætta að selja blaðið Ísafold í Kópavogi í gær þegar mynd af bæjarstjóranum ásamt ungum kvenmanni á Goldfinger birtist í sama blaði..en það er gott að búa í Kópavogi!
- Svona að lokum vil ég nefna að hetjan er Ásta Lovísa sem lést eftir baráttu sína við krabbamein.
Þá er frásögn minni lokið í bili og vil ég þakka þeim sem nenntu að lesa...:):)
Sumarkveðja...bling bling...
Marta María :D
P.S. er enn að átta mig á þessu nýja google account uppsetningu og því ekki neir litur né myndir..bara næst..
Marta María at 17:04