laugardagur, desember 09, 2006
Hrumpfff....
Oh, ég ákvað að skella mér í bað þar sem ég var öll svo stíf eftir prófið í morgun!
Ég kveiki á kertum og á útvarpinu, set á “Jólastöðina okkar allra, Létt-Bylgjuna” tilbúin að slaka á og hlusta á skemmtileg jólalög og komast í jólagírinn!
En ég held nú ekki!
Það eina sem var spilað á þessari stöð voru auglýsingar, væmið amerískt kántrí-”jólalag” og vooond íslensk jólalög sungin af óþekktum (af ástæðu myndi ég segja) íslenskum söngkonum sem syngja:
Jóhólihihin kohohoma vóhóúúú...jéé...vooóó..............je..
Pirrr...ég sem hékk í baðinu þar til tærnar á mér voru orðnar krumpaðri en Eyrúnar táslur!!
Ætla nú að finna almennilegan jóladisk og reyna að bæta skaðann!
-Anna Lísa Sveskja! :Þ
Anna Lisa at 15:44