þriðjudagur, janúar 02, 2007

Kópareykir
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!! Jahérna, 2007! Er ekki um að gera að fagna? Hverjar komast í sumarbústað laugardaginn næsta (6. janúar)? Bústaðurinn er í Reykholtsdal í Borgarfirði. Það tekur rúman einn og hálfan tíma að keyra þangað. Gætum eldað eitthvað gott saman, farið í göngutúr, spilað og vonandi legið í lauginni fram eftir nóttu.
Kossar og knús, Hildigunnur.
Hildigunnur at 07:51