miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Aðventu-Saumó!Jæja stúlkukindur,
Í tilefni þess að prófin eru búin (hjá sumum) og aðventan hefst á sunnudaginn hef ég ákveðið að slá til heljarinnar veislu að heimili mínu næstkomandi sunnudag. Gleðin hefst á slaginu 20:00. Veislusjóri er Geir Ólafs og Herbert Guðmundsson mun leika fyrir dansi. Einnig verða föndraðir músastigar og piparkökur skreyttar.
Nú er síðasti séns til að sletta úr klaufunum fyrir próf (fyrir hina) og því sjáumst við vonandi hressar á sunnudaginn!
P.S. Nokkrar staðreyndavillur eru í þessum texta...
Eyrún at 08:38