Gleðilegt nýtt ár! Og útlandaskvísurnar fá extra hugarorkuknús. Og ég biðst fyrirgefningar á því hvað ég er löt að skrifa, þar sem að þetta og MSN eru svona greiðustu leiðirnar til að fá fréttir af okkur. Eða eitthvað...
En þar sem ég ætla að vera svona líka dugleg að blogga á núju ári, þá ákvað ég að breyta blogginu mínu algjörlega. Þið megið kíkja á það og segja svo hér í commentum hvort ykkur líst vel á að gera eitthvað í áttina hérna megin. Og það verður líka að koma í commentin hérna megin því að ég hef ekki enn komið kommentunum á minni síðu í lag. OK, strax kominn stóóór mínus...
Og í öðrum fréttum af mér þá komst ég að því fyrir stuttu að vinstri fótleggurinn á mér er styttri en hinn og að ég er með ilsig (sem ég eiginlega veit ekki alveg hvað er) og þarf því að labba um með innlegg í skónum. Svaka stuð á klakanum...
Ég ætla að klikkja þessu út með því að segja ykkur hvað er helst að frétta hjá Jóa Fel. Hann er búinn að láta setja ANDLITIÐ á sér á plastpokana sem maður fer með bakkelsið heim í. Þessi maður fer alveg með mig...