Komin heim! :) Jæja þá er þessi líka svaka fína Mallorca-ferð búin og hversdagsleikinn heima tekinn við. En ég er ekki að kvarta...það er alltaf svo gott að vera komin heim! :)
Við gerðum margt skemmtilegt í ferðinni eins og að fara á hjólabát, í vatnsrennibrautagarð, fara í 2 ferðir með ferðaskrifstofunni og margt fleira eins og að liggja í leti í garðinum og á ströndinni og hafa það gott! :D Svo hittum við líka Dagnýju vinkonu mína sem var að vinna með mér á Landspítalanum (Ósk, þessi sem átti pilsið! ;)) og vinkonu hennar, sem heitir einmitt Ósk, en þær eru þarna á Mallorca að vinna sem aupair í eitt ár! Við vorum voða dugleg að fara út að borða...eiginlega aðeins of dugleg :/...en við fórum 3 sinnum á sama veitingastaðinn að fá bestu pizzur í heimi, og ég er nú ekki þekkt fyrir að vera mikil pizzumanneskja en namminamminamm... :)
Jæja...ég ætti kannski að fara að taka upp úr töskunum! :(
Ásgerður mín, hafðu það rosagaman í Ástralíu og þið allar hinar útlandastelpur, ég hlakka til að sjá ykkur! :D