ÆTTARMóT Jæja, nú er að koma að því sem ég hef lengi hlakkað til..en það er ættarmót næstu helgi:) Sumum finnst eflaust ekkert þvílíkt tilhlökkunarefni að slíku en það finnst mér! Það er búið að vera nóg að gera í undirbúningi fyrir samkomuna því ég, bróðir minn, frænka og Grétar erum með svona "söng-gítar-trommu-..." atriði og æfingar hafa staðið yfir og gengið mjög vel;) Og það verður æft fram á síðustu stundu, e.t.v. á morgun og pottþétt á fimmtudaginn og svo þegar við erum komin austur í sveit, í félagsheimilinu, þ.e. á föstudaginn til að sjá hvernig þetta kemur allt saman út þegar búið er að setja "græjurnar" upp;) Og hver veit nema "bandið" verði ON TOUR það sem eftir er sumars hahaha! En bestu kveðjur, hlakka til að sjá ykkur allar saman:)