Frábært að vera komin með myndasíðu! :) Nú verð ég að fara að skanna inn myndir þar sem ég er enn svo gamaldags að vera ekki með digital-vél...er reyndar soldið farin að vilja fá svoleiðis.
Fréttuð þið af eldinum í gær? Þetta var ekkert smáræði, ég var hjá Hannesi sem býr ekkert voða langt frá og strákurinn sem býr niðri kallaði til okkar að loka gluggum því það hefði kviknað e-s staðar við Kleppsveginn og við litum út um gluggann og við sáum kolsvartan reykjamökk! Ég hugsaði strax að það hefði kviknað í e-i blokk á Kleppsveginum og var eiginlega í sjokki en svo var þetta verksmiðja...sem betur fer! Við heyrðum í löggunni aðeins seinna þar sem hún sagði "íbúar ath, lokið gluggum og búið ykkur undir brottflutning". Við reiknuðum nú samt með því að það ætti ekki við okkur þar sem við vorum frekar langt frá! Ásgerður þú hefur örugglega orðið meira vör við þetta en ég því þú varst miklu nær, ikke?!
Það er alltaf sama fjörið í vinnunni minni, nú er svona búálfaleikur í gangi þar sem hver og einn dregur nafn og svo á maður bæði að hrekkja og vera góður í 2 vikur þar til á jólaskemmtuninni 3.des. Ýkt gaman! :) Ég er einmitt í skemmtinefnd fyrir skemmtunina þ.a.ef þið eruð með hugmyndir af e-m skemmtilegum partýleik þá endilega látið mig vita! :) ...ég er farin að hugsa svoooo mikið um það hvað það verður leiðinlegt að hætta um áramótin því þetta er besta vinna í heimi og það hefur pottþétt áhrif á það hvað mér finnst gaman hvað það eru frábærar stelpur/konur að vinna með mér, sérstaklega mín deild,vá! :D
Við, Bryndís og Ósk vorum að ræða það um daginn að saumaklúbbinn okkar vantar e-ð gott nafn þ.a. leggið höfuðið í bleyti og við efnum til nafnasamkeppni í næsta saumó ...eða allavega fljótlega! Líst ykkur ekki vel á það?!?