Kræklingakvöld... Jæja hvernig var í bústaðnum?góð mæting? Allavena, fyrir utan það að vera að vinna um helgina þá fór ég á svokallað kræklingakvöld hjá líffræðiskor í skólanum laugardagskvöldið og það var svaka fjör! Þetta er svona "mini-árshátíð" líffræðinema. Þegar við mættum fengum við fordrykk, svo var önd í forrétt (sem átti að vera eins og hrá og þ.a.l. var ég ekki OF hrifin af því) og í aðalrétt KRÆKLINGAsúpa;) hún var svona alltílæ, svo var rauðvín með matnum og Haxa-bolla! Ég skemmti mér mjög vel en þurfti því miður að yfirgefa fjörið rúmlega 1 því ég þurfti að mæta í vinnu morguninn eftir.....og þá var ég líka ansi þreytt og búin að missa röddina en hún kom fljótlega aftur....Og svo eru það kosningarnar í USA á morgun, áfram Kerry!! Styðja ekki allir örugglega Kerry? Við sjáumst...;)