Snjór! :D Vá hvað veðrið er æðislegt úti! Mér er sko alveg sama þó að Létt og fleiri stöðvar séu byrjaðar að spila jólalög því ég er bara komin í þetta fínasta jólaskap...byrjuð að jólaföndrast og svona á leikskólanum þ.a. það skemmir ekki fyrir! :)
Mamma kom og sótti mig í vinnuna áðan, venjulega erum við 5-7 mín. að keyra heim en núna vorum við rúmlega 20 mínútur takk kærlega fyrir! Umferðin gekk svo hægt vegna þess það hellisnjóaði og það var hálka en ég sat sko brosandi alla ferðina heim og langaði mest að fara í snjókast með litla bróður mínum og vinum hans þegar ég kom heim...(hmmm ég hefði kannski átt að taka tilboðinu þarna um árið Bryndís! ;)) En leiðinlegt fyrir ykkur sem viljið bara fá snjóinn yfir jólin þá heyrði ég í veðurfréttum að snjórinn er kominn til að vera í e-n tíma...vííí! Ég elska að vinna á leikskóla og vera með afsökun fyrir því að leika mér í snjónum, ég ætla sko pottþétt að fara á snjóþotu á morgun...maður þarf nottla að sitja með þessi kríli niður brekkurnar! :D
Vildi bara svona deila gleði minni með ykkur :)