Ferðalag Haldiði ekki að mín sé á leiðinni til USA!! Ég er semsagt að fara til útlanda í þriðja sinn á þessu ári!:D Pabbi Hannesar er að fara á ráðstefnu í Boston næstu helgi og við förum með :) Við förum á föstudaginn og komum aftur á miðvikudagsmorgun. Oooohhh, hvað það verður fínt að kaupa jólagjafir þar því að dollarinn er bara um 62kr!!! :D Ég fæ frí í vinnunni með því skilyrði að ég vinn til hádegis á föstudaginn og mæti í vinnuna á miðvikudagsmorgunn! Ég verð pínu þreytt en það verður samt þess virði...svona er að vera með harðstjóra sem yfirmann! ;)
Annars er mest lítið að frétta...vildi bara deila þessu með ykkur! ;)
Gangi ykkur öllum ótrúlega vel í prófunum sætu! :)
-Anna Lísa ferðalangur