Hæ, skvíses!
Ég er sko glæný manneskja þessa dagana! Ég keypti mér tölvu, fór í klippingu og keypti mér pils!
Nú er ég að skrifa á nýju tölvuna mína. Ég er sko ótrúlega stoltur fartölvueigandi, með þráðlaust net og alles! :D
Ég fór til Sæunnar í klippingu áðan og Dagbjört þú yrðir voða stolt af mér því það er soldil breyting á mér! :) Ég er enn að venjast því, það tekur smá tíma en ég er mjög ánægð með nýja hárið mitt! :D Svo var ég í Kringlunni áðan og keypti mér pils fyrir jólagleði leikskólans sem er á morgun og Bryndís mín er svo elskuleg að hún lánaði mér flottu skóna sína og boli! Ég verð ýkt pæja! ;) Ég er orðin svo spennt fyrir jólagleðinni á morgun því að þá kemur í ljós hver hefur verið leynivinur manns síðustu 2 vikurnar, hrekkt mann og glatt! Og það skemmtilegasta við þetta er að sjá svipinn á mömmu þegar hún fattar að ÉG er búin að vera leynivinur hennar því hana grunar sko ekkert hver sé með hana! :D Það er sko nógu erfitt að þurfa að vera að laumupúkast í vinnunni með þetta, en hvað þá heima líka! ...það er samt bara gaman! :D
Ef þið eruð búnar að gleyma stafróinu þá er hér leið til að rifja það upp! :D Heyrumst.