fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Það er alveg gífurleg velta á þessari síðu. Það barasta keppast allir um að skrifa og þá sérstaklega Hildigunnur sem að við heyrum ekkert af nema í gegnum MSN :) ! Mér finnst nú að við ættum að setja í fjórða gírinn og segja hvað drífur á daga okkar. Eða bara brandara. Það er nú ekkert flókið:
Hvað er líkt með fíl?
Hann hvorki hjólar!
Múhahahahahaha!!! Ég fer alveg með mig. En annars er það nýjast í fréttum að Dagbjört og Eyrún héldu saman upp á afmælin sín við mikinn fögnuð og góðan mat. Muj skemmtilegt.
Og commentin á síðunni minni eru komin í lag.
Og leitin að rétta templateinu fyrir þessa síðu gengur illa.
Og það er 6 stiga frost.
Og ég bulla eins og ég eigi lífið að leysa bara til að koma með nýja færslu hérna inn svo að síðuómyndin sé ekki svona svakalega sorgleg...
Kristín at 20:14