mánudagur, september 27, 2004
Breytingar...
Ég er að vinna í að setja netföngin okkar inn á síðuna. Raðað eftir því í hvaða mánuði við höldum saumaklúbb. Því miður er ég ekki með "up-to-date" e-mail hjá öllum ykkar og ég hef ekki hugmynd um hvaða mánuði þið eruð með :/! Þannig að það væri flott ef þið gætuð commentað og sagt hvað e-mailið ykkar er og hvaða mánuð þið eruð með :)!
Kristín at 14:40
sunnudagur, september 26, 2004
MERKILEG TÍÐINDI!!
Sá merkilega atburður átti sér stað í dag að Eyrún nokkur Gestsdóttir dánlódaði einhverju MSN dóti og nú geta allir talað við hana í tölvunni :) Jibbí!!
Eyrún at 13:12
fimmtudagur, september 23, 2004
Jæja dúllurnar mínar!
Nú er komið að því!
Ég ætla að halda saumaklúbb á sunnudaginn kl 20.00.
Hlakka til að sjá sem flestar
Kveðja Óska ljóska
Ósk at 22:38
miðvikudagur, september 15, 2004
Hæ skvísur! Mig langaði bara að sýna ykkur eina síðu sem ég datt inn á...hún er um Latabæ eða Lazytown eins og það kallast í Ameríkunni! ;) Ég var alveg viss um að Latabæ myndi ganga vel þarna úti og ætlaði bara svona að forvitnast hvað fólk væri að segja um þáttinn þ.a. ég fór á Google og lenti á
þessu! Það er gaman að lesa commentin ef þið hafið e-n áhuga á þessu! :) ...er ég kannski bara ein með þessa dellu ;)
Ég er strax farin að hlakka til sumarbústaðarferðarinnar! :D
Anna Lisa at 22:16
þriðjudagur, september 14, 2004
SUMARBÚSTAÐAFERÐ!!!
Eins og kannski einhverjir vita er ég búin að redda fyrir okkur sumarbústað ef við viljum fara í sumarbústaðaferð einhverntíman í haust. Hvernig líst ykkur á helgina 16-17 október? Ég er í fríi í skólanum vikuna eftir þannig það yrði allavegana ekkert stress fyrir mig að skila sumarbústaðnum og svoleiðis. Endilega kíkið í "dagbókina" ykkar og látið mig vita hvernig ykkur finnst!!!
Eyrún at 16:42