Gleðilegt ár!
Jæja þá er nýja árið komið. Síðasta ár er annars búið að vera ljómandi gott.
-Ég er búin að vera að vinna á frábærum leikskóla með yndislegustu börnunum á Íslandi
-Ég fór þrisvar sinnum til útlanda, Mallorca með Hannesi mínum, Svíþjóð og Danmörk með vinnunni (sem endaði svo á ferð til Århus til hennar Þóru J) og að lokum þessi fínasta verslunarferð rétt fyrir jólin til Boston með Hannesi mínum og tengdapabba! J
-Ragnheiður, systir mín, keypti sína fyrstu íbúð með Einari sínum
-Að sjálfsögðu eignaðist ég svo yndislega litla frænku, hana Valdísi, og Frændi og Þórný trúlofuðu sig!
-Svo eru ég búin að eiga margar frábærar stundir með fjölskyldunni og ykkur elsku snúllurnar mínar...kosskoss! J
Nýja árið byrjar mjög vel...Singstar, singstar og singstar, bíó og svo fórum við Hannes smá út að borða og svona í tilefni af 3ja ára “afmæli okkar” ...úff hvað tíminn líður hratt!
Næsta vika verður viðburðarík! Á þriðjudaginn verður síðasti dagurinn í vinnunni þar sem skólinn fer að byrja...úff hvað ég á eftir að berjast við tárin þegar ég kveð litlu krúttin! L Vonandi fæ ég bara vinnu í sumar þ.a.aðskilnaðurinn verður ekki svo langur! ;) Svo á miðvikudaginn bætist enn eitt árið við...ég verð 22 ára!!!!!!! Erum við virkilega orðnar svona gamlar eða er ég bara e-ð að ruglast í talningunni??? Nei, nei, þetta er bara gaman! (*kreist bros*)
Í tilefni af því að vera orðin svona gömul þá ætla ég að bjóða ykkur í afmæli á laugardaginn (það hentar betur en fös.fyrir foreldra mína) þar sem verða veitingar og síðast en ekki síst SINGSTAR! J Ég segi ykkur betur frá smáatriðum síðar!
Hér var einmitt að ljúka “fjölskyldusingstar” ...það var hörkufjör en niðurlæging kvöldsins var án efa þegar ég tapaði fyrir pabba í e-u lagi sem heitir 50:50 með Lemar! :S
Það var mikil sorg þegar Hannes sýndi mér fréttina á mbl.is í dag þar sem Brad Pitt og Jennifer Aniston tilkynntu að þau væru skilin...fullkomna parið!
En ég hlakka til að sjá ykkur fljótt aftur elskurnar mínar!!