Helgin framundan... Jæja, eftir smá umhugsun hef ég ákveðið að skrifa á síðuna okkar enda langt síðan ég lagði síðast orð í belg....Hummm ég byrjaði í skólanum fyrir ca 2 vikum og fögin sem ég er í virðast bara vera áhugaverð! T.d. var ég í frumulíffræði í síðust viku í stóra salnum í Öskju (þar sem ég er oftast) og þar sem ég sé ekkert alltof vel sit ég næstfremst...en allavena..þarna er kennarinn að halda fyrirlestur og ákveður svo að taka 2 mínútna pásu, nú eins og gerist og gengur myndast þá kliður í salnum og allir fara að tala..eftir 2 mínútur byrjar kennarinn að þruma fyrirlestrinum áfram yfir okkur og talar hátt og snjallt...en hvað haldiði að ég geri? Eitthvað hef ég verið utan við mig þessar 2 pásumínútur því ég tek upp gula eyrnatappa og sting þeim í eyrun og finn svona rödd kennarans smám saman fjara út og enda í svona tali langt í burtu ...eftir smá stund hugsa ég; "Bíddu hvað er ég að gera?!..um leið og kennarinn byrjar að tala sting ég eyrnatöppum í eyrun!..og hvað ætli fólkið í kringum mig haldi!?" Nú svo ég læt eins og ekkert sé og fjarlægi þá...en ég gat nú ekki gert annað en brosað! En jæja, IDOL fram undan og vonandi verða úrslitin sanngjarnari en síðast...en við sjáumst þá bara... Marta María