Saumó og fleira... Hvað segiði??ekkert mikið að gerast á þessari síðu eins og ég kíki nú oft;) En já var ekki fjör í saumó í gær? við vorum á Edith Piaf og það var voða gaman, eftir það kíkti ég til Silviu því hún var að klára diplóma í hagnýtri þýsku og vorum þar fram á nótt. Annars segi ég bara fínt, greinilega vor í loftinu og svo koma öðru hvoru í póstkassann sólarlandabæklingar og svoleiðis..alltaf gaman að skoða það, sérstaklega dýrustu og flottustu hótelin, gaman að láta sig dreyma! Voru allir sáttir við Idol?? ég veit ekki alveg hvort ég var sátt eða ekki..en allavena má Davíð fara að detta út, ég var líka svo móðguð í þarsíðasta þætti þegar Svavar á Idol extra var að taka viðtal við hann og hann gerði ekki annað en að senda sms í beinni útsendingu..plís!! Það fannst mér mjög hallærislegt! En eins og allir vita er ég með saumaklúbb í mars og hef ákveðið að hafa hann á fimmtudaginn 3.mars...látið endilega vita, en ég mun eflaust senda sms í vikunni um þetta! Sjáumst.....
Marta María at 21:23