Hugleiðing... Nú er bobby fischer bara á leiðinni til landsins, gat nú ekki annað en vorkennt honum þegar ég horfði á fréttirnar í kvöld...eins og villumaður í útliti enda ekki skrítið eftir 9 mánaða dvöl í fangelsi í Japan (sem Japanar kalla ekki fangelsi! Einmitt!) en það var nú ekki útlitið svosem sem fékk mig til að vorkenna honum heldur að enda í fangelsi fyrir að tefla skák fyrir mörgum árum síðan! Það er ekki í lagi með þessa Bandaríkjamenn, með Bush í fararbroddi, það er í lagi að drepa fólk um allan heim vegna olíu, landsvæða eða einhvers annars kjánalegs atriðis en að tefla eina skák í Júgóslavíu!! já þar fór Bobby yfir strikið! Mér finnst þetta alveg óskiljanlegt, og svo virðist mér sem Íslendingar (sérstaklega Sæmi Rokk) séu einu sem finnst þetta fáránlegt að maðurinn skuli sitja í fangelsi fyrir annan eins glæp, allavena hefur stuðningsklúbbur Fischers á Íslandi barist með kjafti og klóm fyrir að fá hann hingað.
Það má vel vera, og er rétt, að maðurinn sé sérvitrur og noti ANSI stór orð, sérstaklega þegar hann talar um gyðinga, en að vera orðinn verri eftir að hafa dvalið í fangelsi er ekki skrítið..var settur í einangrun og guð má vita hve oft og hve lengi í senn enda er ekki að ástæðulausu sem að það eru lög hér á Íslandi hve lengi maður má vera í einangrun í senn, fer alveg með fólk andlega.
Svo virðist manni sem flestir hafi mikið á móti að hann komi til Íslands, segja það algjörlega vitleysu að vera að bæta einum geðsjúklingnum við hér á land þar sem við getum ekki einu sinni sinnt þeim geðsjúku sem fyrir eru hér á landi...og fólk hugsar hvort hann muni verða íslenska ríkinu einhver baggi, já þetta verður víst allt að koma í ljós.
..en getur verið að Íslendingar vilji ekki fá hann hingað til lands því þeir vita að Bandaríkjamenn eru á móti þessum flutningi og eru HRÆDDIR við Bush og hans ákvarðanir?!
En þetta eru allt vangaveltur mínar...klukkutíma áður en Bobby Fischer kemur til landsins;)