Loksins... ...segi ég nú bara! :) Ahhh hvað ég er sátt við að vera búin í prófunum, ég er svo ánægð að ég er ekki einu sinni að pæla hvernig mér hafi gengið á prófinu...sumarpróf eða ekki sumarpróf...gæti ekki staðið meira á sama! ;)
Núna ætla ég bara að njóta þess að hanga, horfa á sjónvarpið og gera ekki neitt í allt sumar! :) ...svo náttúrulega byrjar vinnan á þriðjudaginn en mér finnst það bara gaman því vinnan mín er draumur í dós! :D
Ég vildi bara deila hamingjunni með ykkur... ætla að dröslast í sturtu því að Hannes minn er svo yndislegur að hann ætlar að bjóða mér út að borða í tilefni dagsins! :)
Sé ykkur vonandi fljótlega -Anna Lísa
P.s. það eru bara 5 dagar þar til Dagbjört kemur heim...:D