Blessaðar allar saman! ..ákvað að skrifa nokkrar línur þar sem er rólegt í vinnunni (sem hefur EKKI verið undanfarið)..en úpps má víst ekki segja orðið rólegt því það eru svona eiginlega álög á því orði, samstarfsfólk mitt er mjög hjátrúarfullt og heldur því fram að þegar orðið er sagt hringir neyðarsíminn eða e-ð annað kemur uppá. En allavena..
..foreldrar mínir eru í Svíaríki ásamt systur minni og hennar fjölskyldu og ég hlakka til að fá settið heim næstu helgi, vonandi fæ ég saltpillur, þið vitið í svona stórri dollu með hvítu loki?
...Grétar minn útskrifaðist með glæsibrag síðustu helgi með BA í sagnfræði, eða eins og segir á latínu baccolaureus artium (ef er rétt skrifað). 801 útskrifuðust og þetta gekk nokkuð vel miðað við fjölda. En VÁÁÁ hvað Egilshöllin er stór, ég fékk næstum víðáttubrjálæði þegar ég kom inn í hana..ég gerði mér grein fyrir því eftir síðustu helgi að ég missti af Singstar, þykir það mjög miður enda í annað skiptið á stuttum tíma sem ég missi af singstar partý!:/
...vissuði það að meðalmaðurinn er með ca 100000 hár á höfði. Rauðhærðir eru með 80000, dökkhærðir og svarthærðir með ca 100000 hár og blondínur með 120000 hár á höfði. Já merkilegt ekki satt?? segið svo að maður læri ekki e-ð af útlenskum glanstímaritum!
...ég hlakka til að fara í sumarfrí, það verður nú ekki fyrr en í ágúst en það er alltílæ, geri bara e-ð sniðugt þá!Allt í kringum mig er fólk sem er í útlöndum eða á leiðinni þangað en ég sit hér og læt mig dreyma..
...næstu helgi ætla ég að liggja uppí sófa og horfa á tónleikana Live8, strangt prógramm, byrjar um hádegi..sé hvað ég nenni..
..næst á dagskrá er matarboð á morgun hjá stóra bróður, við komum með eftirréttinn..humm hvað á ég að gera?á ég að baka e-ð einfalt eða kaupa tíramísu eða e-ð? já þetta er stóra spurningin..