Frábær helgi! Jæja langt síðan ég tjáði mig hér síðast. Það hefur svosem ekki mikið á daga mína drifið síðan síðast nema að vinna og vinna og hérna..já vinna. Núna um helgina var þó fríhelgin mín og var föstudagurinn tekinn rólegum tökum, horft á spóluna Alexander og fannst mér hún ekkert sérstök...jæja, en á laugardagskvöldið var þvílíkt stuð. Fór í fimmtugsafmæli hjá pabba Grétars og svo þaðan beint til bróður míns í trítugsafmælispartý. Grétar fór þó snemma heim vegna mígrenis en mín sko..neinei fjörið rétt að byrja og fór með liðinu í bæinn á Ölstofuna og þetta var semsagt MJÖG gaman,,ekkert við því að bæta;) Fór svo heim um fjögurleytið í leigubíl og já við skulum bara segja það að eins gott að ég var ekki lengur í bænum..;)tíhí
En leiðinlegt að ég skyldi missa af singstar partýinu...Kristín ég vona að þú hafir tekið lagið með Blondie til heiðurs mér *blikk*blikk* ;)
Annars var ég bara að koma úr baðhúsinu jájá...muniði ekki eftir hljómsveitinni PULP? var að draga upp diskinn minn með þeim (Different class) og ég get varla hætt að spila hann, mér fannst þetta allavena voða skemmtileg hljómsveit þegar ég var yngri..en ykkur?
En annars..er að fara að vinna á eftir og ætla mér að reyna að ná að ryksuga í fataskápnum mínum undir skónum mínum!