sunnudagur, júní 19, 2005
Hérna koma skemmtiatriðin frá árshátíð Saumaklúbbsins nafnlausa! :)
Atriði skemmtinefndarinnar (Bryndís, Eyrún og Ósk)
(texti við við lagið “Tvær úr Tungunum - Halli og Laddi”)
Við erum 12 í saumaklúbb
sem heitir ekki neitt
við erum rosa sætar
því verður ekki breytt
Anna Lísa er rosa hress
og elskar sólarströnd
Ásgerður hún segir bless
og flýgur út í lönd
Bjarney hún er algjört frík
í öllum íþróttum
Bryndís hún er engri lík
og alveg yndisleg
Dagbjört er frá Neskaupstöð
og syndir sund í dag
Eyrún hún er alltaf glöð
og syngur þetta lag
Hildigunnur á langt nafn
og kom frá USA
Ingibjörg á boltasafn
og býr í Alabama
Kristín hún er Star Wars nörd
á bókasöfnin fer
Marta María er svaka beib
og hún er stundum ber
Óska hún er ljóska
og finnst best að leika sér
Tóta hún er töffari
og hjúkrar öllum hér
Við erum 12 í saumaklúbb
sem heitir ekki neitt
við erum rosa sætar
því verður ekki breytt
Atriði hattaliðsins (Anna Lísa, Hildigunnur, Ingibjörg og Marta María)
(texti við við lagið “For the longest time - Billy Joel”)
Oohohohó, byrjar gamanið
oohohohó, byrjar gamanið.
Snemma í morgun spenntar biðum við
skilaboð fengum um að vera til
söfnuðum liði
héldum á Nóaborg
og þannig byrjaði leikurinn.
Oohohohó, byrjaði leikurinn...
Í Ríkinu fengum við boð um næstu leit
lögmæt ljóska vísaði okkur leið
við fengum Rolo
og leystum reikningsþraut
og héldum þaðan upp í Öskjuhlíð.
Oohohohó, upp í Öskjuhlíð....
Keiluna unnum á lokasprettinum
í Perluna héldum að gosbrunninum
við sprengdum blöðru
og leystum myndaþraut
og fengum nesti niðr’í Nauthólsvík.
Oohohohó, nest’í Nauthólsvík...
Í keppni var farið, hún gekk ekki vel
í sandinn við duttum um hver aðra þver
það var gaman
við skemmtum okkur vel
og síðan héldum við á Vesturborg.
Oohohohó, niðr’á Vesturborg....
Á Vesturborg vorum dálitla stund
til að finna leiðina í sund
í pottinn fórum
og í gufuna
og héldum sársvangar til Eyrúnar.
Oohohohó, svangar til Eyrúnar...
Atriði sólgleraugnaliðsins (Ásgerður, Dagbjört, Kristín og Tóta)
(allir voru látnir skrifa 1-3 setningar sem tengdar voru í stutta sögu)
Fyrir langa löng bjó piparkökukarlinn Daníel í piparkökuhúsi í Lalalandi. Hann var ofsalega sætur.
Sætur engill datt niður af himnum eins og þruma úr heiðskíru lofti og skildi ekkert í kramda banananum.
Banananum fannst rosa gaman í bíó. Myndin var mjög fyndin og vel peninganna virði. Hann var samt mjög leiður yfir að hafa gleymt sólgleraugunum.
Sólgleraugunum leið mjög illa. Þau voru gjörsamlega niðurbrotin.
Niðurbrotin labbaði ég niður götuna og hugsaði um atburði kvöldsins. Ég trúi ekki að hann hafi gert þetta.
Þetta er hræðilegt í svona ógurlegu óveðri, þá er ekki hægt að sópa stéttina almennilega.
Almennilega konan sem hafði leikið í leikritinu eftir hann Daníel fékk svo hlaupabólu þannig að kalla þurfti til staðgengil.
Staðgengil væri erfitt að finna sagði leikstjórinn. Því ákvað hann að leyfa Hildigunni að leika á móti Johnny Depp! :)
Anna Lisa at 15:00