Jæja stelpur, nú er komið að okkur þökk sé Kristínu og Dagbjörtu...
"Klukk er internetfár sem tröllríður bloggheimum þessa klukkutímana og felur í sér að viðkomandi fórnarlamb klukks á að skrifa fimm handahófskennd persónuleg atriði (sem hinn sótsvarti almúgi vissi ekki fyrir væntanlega) og klukka svo nokkur stykki bloggara til viðbótar."
Here it goes...
1. Ég vorkenni mér alveg ótrúlega mikið þessa dagana! Hannes er búin að vera úti í USA í rúma viku, og kemur ekki aftur fyrr en eftir HEILA viku í viðbót!! :( Mér finnst ég ótrúlega vængbrotin....en lifi þetta nú alveg af! ;)
2. Ég les alltaf Moggann og Fréttablaðið aftur á bak en ég les tímarit (og bækur nottla) á réttan hátt! Ég klæði mig líka alltaf í vinstri sokkinn fyrst...hitt finnst mér bara óþægilegt!
3. Ég fjárfesti í fyrsta grænakortinu mínu á síðasta mánudag og er stoltur eigandi. :)
4. Ég er ótrúlega ömurlega léleg að læra, mér hefur alltaf gengið ágætlega í skóla, en ég hreinlega kann ekki að læra skipulega. Í byrjun hverrar annar hef ég ákveðið að gera e-ð í þessu og fara að skipuleggja mig betur, en aldrei gerist neitt....fyrr en núna! Ég skráði mig á námstækninámskeið uppi í Háskóla og sé fram á ótrúlega bjarta og góða lærdómstíma! ;)
5. Eitt það óþægilegasta sem ég veit er að klóra í flísar, eða á milli þeirra! Ef ég er t. d. að þvo á mér hárið í sturtunni og rekst rétt svo í vegginn...*oh hrollur*... Enn verra finnst mér samt að rekast með neglurnar í sundlaugaflísarnar, ég get verið með hroll í klukkutíma eftir á! ...*hrollurhrollurhrollur* (ég sit grínlaust með gæsahúð bara af því að skrifa um þetta!)