Klukk!!!!!! Þá er komið að mér að taka þátt í þessum sérkennilega leik....;)
1. Mér finnst ótrúlega hressandi að labba í strætóskýlið á morgnana þegar ég er að fara í skólann en finnst ekki gaman þegar ég er komin Í strætó og þá EF ég fæ sæti að ég finn andfýlu frá manneskju sem situr fyrir aftan mig sem hefur greinilega ekki borðað morgunmat..
2. Ég verð að fara bloggrúnt helst hvern einasta dag annars finnst mér ég búin að missa af einhverju...eins er að segja um dagblöðin, finnst ég ÓMÖGULEG ef ég hef ekki náð að skoða moggann, fréttablaðið og Blaðið áður en ég fer að sofa og svo má ekki gleyma Birtu! Annars finnst mér ég vera búin að missa tengslin við umheiminn..
3. Ég þoli ekki jafnréttisstefnuna í klósettmálum sem er í gangi í Öskju náttúrufræðahúsi. Þar eru klósettin fyrir BÆÐI kynin sem ég hef ekki tekið eftir í öðrum skólahúsum! Ég þoli ekki þegar mér er mikið mál og hleyp á salernið og þarf þá að byrja á að setja setuna niður..ARRRGGGG...það vita það allir að það væri einfaldara og hreinlegra ef salernin væru aðskilin, ósköp einfalt...ég meina karlmenn og konur pissa ekki eins...
4. Síðan ég var lítil hef ég hugsað orð afturábak (svosem búin að minnka það núna), t.d. ef sagt var ljósakróna hugsaði ég "anórkasójl"..merkilegt ekki satt??
5. Mér finnst voða gaman að rifja upp 2. sópran kórröddina, við mörg lög sem við sungum þá, þegar ég er í sturtu...
Jæja, vona að þetta hafi glatt ykkar litlu hjörtu... Sjáumst elskurnar... ykkar..............
Marta María at 22:19