Það snjóar og snjóar og mér finnst það æði! :)
Ég elska svona veður þar sem maður neyðist bara til þess að hanga inni, undir teppi og hafa það náðugt!
Ég var reyndar að keyra áðan leið sem tekur mig venjulega 5-10 mínútur að keyra en var núna um 25 mínútur ...ég naut þess bara að vera inni í hlýjunni að hlusta á góða tónlist! :)
Ég vona bara að það eigi eftir að snjóa meira og meira og meira....
Sjáumst syngjandi kátar hjá Bryndísi á morgun! :*