Framhald af síðustu færslu... Mig langar samt líka að segja ykkur að ég var að enda við að kaupa miða á þessa tónleika...það er svo mikið að flottu tónlistarfólki að mig bara langaði ekki að missa af því, plús það hvað það er ótrúlega langt síðan ég fór á tónleika! Ég ætlaði að kaupa miða í stúku og salan byrjaði kl.10:00 í gærmorgun...kl.10:02 var ég komin á netið og það var uppselt! Þá hringdi ég í Skífuna til að ath.með stúkumiða þar...en nei líka uppselt á 5 mínútum þar! Þannig að ég nennti ekki að pæla lengur í þessu og splæsti bara í miða í stæði...ekki það að ég vorkenni mér voða mikið...maður er bara að verða svo gamall... 23. aldursárið nálgast óðum...
En...ég er að spá í að reyna að læra e-ð núna þar sem ótrúúúúlega langur tími er búinn að fara í e-ð tölvudrasl...neinei, ég er ekkert pirruð!! :/ Svo er ég jafnvel að spá í að fara í BodyJam í Baðhúsinu því ég missti af tímanum í Þrekhúsinu í gær...þetta er ein skemmtilegasta líkamsrækt sem ég hef stundað í mörg ár! Mæli pottþétt með þessu! -Sjáumst...og aftur segi ég gangi ykkur súper vel í prófunum! :*
Anna Lisa at 17:22