Ég er búin í prófunum:) Loksins, loksins...ótrúlegt en satt! Svoldið fyndið í dag í síðasta prófinu hvað "yfirsetukonan" tók embætti sínu mjög alvarlega (af því yfirsetufólkið er svo misjafnt þið vitið). Þegar við gengum inn í stofuna byrjaði hún á því að segja að skv. prófreglum yrðum við að setja GSM-símana á borðið hjá henni því annars gæti þaðvarðað prófbrottrekstri...Nú alltílæ, svo byrjar prófið, þá sat stelpa fyrir aftan mig semþurfti að snýta sér svo hún stóð upp og labbaði í hinn enda stofunnar (sem var ekki stór) til að taka tissjú úr svona pappírsþurrkuboxi á veggnum..þá sagði konan "bíddu,, hvað ert þú að fara?" og hún sagði að húnværi að ná í tissue, konan sagði þá að hún skyldi spyrja sig næst og svo ætti hún ekki að láta heyrast svona hátt í skónum þegar hún labbaði um..haha..svo þegar ég stóð upp og ætlaði að fara í lok prófsins sagði hún mér að sitja þessar 2 mínútur sem eftir væru..þegar þessar 2 mínútur voru liðnar sagði hún að þetta gerði hún því skv. prófreglum mætti ekki yfirgefa stofuna þegar 10 mínútur væru eftir..jájá svo sagði hún bara gleðileg jól og að hún óskaði þeim til hamingju sem væru búnir í prófinu..og þegar enginn sagði svosem neitt við því sagði hún hvað við værum dauf og ættum endilega að slettaúr klaufunum haha gaman að þessu:)