fimmtudagur, desember 08, 2005


Hæhæ:)
Ég er vooooooða glöð núna...bróðir minn og mágkona eru að fara að fá sér hvolp, svona gulan labrador..og ég hlakka svo til!:) Fór með þeim á þriðjudaginn að skoða hvolpa og þeir voru svo sætir!! Þau fá hann samt ekki fyrr en 19. desember (enda svona kríli sem þarf tíma hjá mömmu sinni) og ég er strax farin að spá hvað ég eigi að gefa honum í jólagjöf hehe! Hann er kominn með nafn..Tumi.. Er sjálf að undirbúa mig, búin að vera að skoða upplýsingar á netinu um hunjda og labbaði í Pennann í dag og skoðaði hundaalfræðiorðabók! Já nú er bara að reyna að einbeita sér að prófunum og svo knúsa Tuma!!!! Get ekki beðið! Læt fylgja með svona hundamynd (ekki Tumi samt) en þið fáið bara seinna að sjá Tuma...:)
Marta María at 18:57