Læri, læri, tækifæri... Er uppi í skóla að læra...loksins komin í gírinn...kannski fullseint þar sem klukkan er 2:30...það huggar mig samt að það er enn slatti af fólki hér...sem segir að ég er ekki ein með það að vera soldið sein að læra! ;)
Síðustu tíma hefur því oftar en einu sinni skotið upp í kollinn á mér "Oh, bara að ég hefði verið duglegri í vetur" "....eða bara síðustu daga" "ég vildi að það væri meira en einn dagur í viðbót til að læra þetta" ...en ég held að þetta verði allt í gúddí! Þetta reddast! :D
Ég er samt að spá í að koma mér heim svo ég verði ekki ónýt á morgun!