mánudagur, mars 28, 2005
Gleðilega páska allar saman :-)
Álveg ótrúlega langt síðan maður hefur skrifað á þessa síðu, ég var nú bara hissa á að ég mundi passwordið og allt!! Annars vona ég að þið hafið allar haft það gott um páskana, sama hvar í heiminum eða á landinu þið hafið verið. Ég held að ég sé ein af fáum sem hafi bara haldið mig í Reykjavíkinni. Talandi um páska þá var nú mikið action á páskadag.
Þar sem ég var voru þrír litlir strákar, einn tveggja og hálfs, einn 4 ára og einn 5 ára og voru þeir allir voða duglegir að leika sér saman inni í herbergi. Það er verið að reyna að venja þann litla af bleyju, þ.a. að hann var bara í gallabuxum (allar nærbuxur í þvottavél). Svo kemur hann fram og mamma hans sér að hann er búinn að pissa í sig, kíkir svo og sér að hann er búinn að kúka líka, þ.a. fer með hann inn á bað til að þrífa hann. Þá kemur þessi 5 ára fram og segir: "pabbi má ég skipta um buxur" og pabbi hans spyr af hverju hann vilji það og hann svarar: af því að það er kúkur klesstur í þeim. Þá var sem sagt kúkaklessa á allri skálminni hans, mjög svo smekklegt. Þá er farið inn í herbergi að gá og þá hefur kúkurinn hjá litla lekið niður buxurnar og var búinn að klessast um allt gólf og á bækur o.sl. í herberginu, þ.a. eiginlega kúkur út um allt. Þessi 4 ára er svo klígugjarn og fannst þetta svo ógeðslegt að hann ælir, og ælir bókstaflega yfir allt herbergið!!!! Þá verður þessi 5 ára svo spenntur að hann pissar í sig. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað herbergið var mjög svo ójammí og þetta allt mjög svo ógeðfellt. Svo eftir að búið var að liggur við sótthreinsa herbergið og þrífa börnin þá fengum við okkur ís með heimatilbúinni kúkabrúnnileðju sósu. Mjög svo viðeigandi ;-)
Annars til að halda áfram umræðunni um hann Bobby kallinn, þá er hann náttúrulega kolklikkaður!! Annars hver myndi svosem ekki verða það eftir nokkra mánuði í svona fangelsi, held samt að hann hafi verið það fyrir, það er náttúrulega fáránlegt hjá USA stjórn að ætla að láta hann í fangelsi af því að hann spilaði skák, en hins vegar þá var búið að vara Bobby við áður að það myndi vera gert ef hann myndi fara til Júgóslavíu og spila, þannig að það var hans val að fara vitandi að þeir myndu senda hann í fangesli. Svo heldur hann fram þvílíkum samsæriskenningum og að USA stjórn hafi ætlað að stinga honum í fangelsi af því að hann var alveg að verða búinn með klukkuna sína og að USA stjórnin hafi ekki viljað að hann myndi klára hana, þannig að núna verður víst hans fyrsta verk að klára þessa klukku, náttúrulega alger sækó!!!
Annars þá er ég persónulega mjög svo mikið á móti því að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur. Þetta er maður sem hefur komið einu sinni áður til Íslands, ekki af því að hann hafi viljað það heldur af því að hann þurfti það til að spila skákina, og svo var hann víst kvartandi allan tímann hvað allt væri ömurlegt þannig að ekki er hann nú mikill Íslandsvinur. En rökin voru einmitt þau að hann væri Íslandsvinur sem hefði nú gert svo margt fyrir Ísland og honum væri haldið þarna ranglega og blablabla...þetta þýðir það að ef einhver af útlenskum vinum mínum sem hafa komið til Íslands lenda í vandræðum e-s staðar í heiminum þá er verið að gera mannamun ef að þau fá ekki líka íslenskt ríkisfang til að bjarga sér úr klípunni, því þau eru Íslandsvinir!! (sem eru víst næg rök fyrir því að bjarga hverjum sem er) eða er kannski ekki nóg að vera vinur Ásgerðar þau þyrftu kannski frekar að vera vinir Sæma rokk til að hljóta sömu meðferð. Og hvað með alla flóttamennina sem hafa komið hingað til lands og beðið um hæli, ekki fengið verið send aftur til heimalands síns þar sem þau eru svo sett í fangelsi eða drepin. Af hverju þurfti Bobby ekki að ganga í gegnum það sama og allir hinir sem hafa fengið íslenkan ríkisborgararétt að þurfa að búa hérna á landi í nokkur ár fyrst o.sl. En nei 3 vikum eftir að hann sótti um íslenskan ríkisborgarrétt þá var hann búinn að fá hann og allir íslenskir fréttamenn og alþingismenn að missa sig af gleði yfir að hafa loksins borgað "helsta vini þjóðarinnar" tilbaka allt það góða sem hann hefur gert fyrir Ísland.
Ég bara skil ekki þegar er gerður svona rosalega mikill mannamunur, sérstaklega fyrir mann sem mér finnst að eigi það alls ekki skilið. Hann kom sér sjálfur í þessa klípu, orð hans koma honum í vandræði hvar sem hann er. En hann hefur meðal annars sagt að árásirnar á Bandaríkin væru „frábærar fréttir.“ Hann hefur einnig sagt að hann vonaðist til þess að herinn tæki við stjórn landsins, bænahúsum gyðinga yrði lokað, allir gyðingar yrðu handteknir og mörg hundruð þúsund leiðtogar þeirra hnepptir í varðhald. Eins og Washington Post kemst svo fínt að orði að það sé engin ástæða til að heiðra þennan geðbilaða mann nema löggjafinn vilji að þjóðin skammist sín í hvert sinn sem skákmaðurinn opni munninn. Og það munum við einmitt gera og vera dæmd af restinni af heiminum í leiðinni!!!
Asgerdur at 23:44
sunnudagur, mars 27, 2005
GLEÐILEGA PÁSKA elskurnar mínar og hafið það voða gott og borðið vel;)
Marta María at 18:06
fimmtudagur, mars 24, 2005
Hugleiðing...Nú er bobby fischer bara á leiðinni til landsins, gat nú ekki annað en vorkennt honum þegar ég horfði á fréttirnar í kvöld...eins og villumaður í útliti enda ekki skrítið eftir 9 mánaða dvöl í fangelsi í Japan (sem Japanar kalla ekki fangelsi! Einmitt!) en það var nú ekki útlitið svosem sem fékk mig til að vorkenna honum heldur að enda í fangelsi fyrir að tefla skák fyrir mörgum árum síðan! Það er ekki í lagi með þessa Bandaríkjamenn, með Bush í fararbroddi, það er í lagi að drepa fólk um allan heim vegna olíu, landsvæða eða einhvers annars kjánalegs atriðis en að tefla eina skák í Júgóslavíu!! já þar fór Bobby yfir strikið! Mér finnst þetta alveg óskiljanlegt, og svo virðist mér sem Íslendingar (sérstaklega Sæmi Rokk) séu einu sem finnst þetta fáránlegt að maðurinn skuli sitja í fangelsi fyrir annan eins glæp, allavena hefur stuðningsklúbbur Fischers á Íslandi barist með kjafti og klóm fyrir að fá hann hingað.Það má vel vera, og er rétt, að maðurinn sé sérvitrur og noti ANSI stór orð, sérstaklega þegar hann talar um gyðinga, en að vera orðinn verri eftir að hafa dvalið í fangelsi er ekki skrítið..var settur í einangrun og guð má vita hve oft og hve lengi í senn enda er ekki að ástæðulausu sem að það eru lög hér á Íslandi hve lengi maður má vera í einangrun í senn, fer alveg með fólk andlega.Svo virðist manni sem flestir hafi mikið á móti að hann komi til Íslands, segja það algjörlega vitleysu að vera að bæta einum geðsjúklingnum við hér á land þar sem við getum ekki einu sinni sinnt þeim geðsjúku sem fyrir eru hér á landi...og fólk hugsar hvort hann muni verða íslenska ríkinu einhver baggi, já þetta verður víst allt að koma í ljós...en getur verið að Íslendingar vilji ekki fá hann hingað til lands því þeir vita að Bandaríkjamenn eru á móti þessum flutningi og eru HRÆDDIR við Bush og hans ákvarðanir?! En þetta eru allt vangaveltur mínar...klukkutíma áður en Bobby Fischer kemur til landsins;)Þakka þeim sem lásu þennan pistil;)Kveðja frá mér!!
Marta María at 20:08
mánudagur, mars 21, 2005
Smá bloggerí...Hæ allar saman! og Ásgerður til hamingju með afmælið húrra húrra húrra!!! Hvað segiði? Páskarnir að koma veiiii og ég búin að kaupa mér páskaegg. Fór í Bónus í síðustu viku og skellti mér á Bónus-egg nr. 5 ;) Já það er nú óhætt að segja að það hafi ekki verið mjög dýrt, aðeins 499 kr. Svo er nú líka þetta skemmtilega verðstríð búið að vera í gangi og allir fengu ókeypis mjólk, reyndar þykir mér miður þegar ég heyrði af götunni að léttmjólksfernur hefðu legið eins og hráviði niðrí bæ þegar verðstríð var sem mest, og mjólkin úti um allt! hummm afleiðingar verðstríðsins!? Og hvað er nú meira búið að vera í fréttum? Já Hildur Vala orðin nýja IDOL-stjarnan, ég gat nú samt ekki ákveðið mig hvor ég átti að kjósa svo ég kaus ekki neitt, fannst þær báðar svo góðar...vildi samt ekki gefa þeim báðum atkvæði, enda hefðu atkvæðin fallið um sjálft sig...reyndar gerði ég þannig í fyrra þegar ég kaus Kalla Bjarna og Jón Sig. en það er önnur saga! Svo er komin nýr rektor, Kristín, já vitiði mér líst bara alveg ágætlega á hana, ósköp geðþekk ;) ..Og svo er það eurovision-lagið!! sáu þið það hjá Gísla Marteini? Mér finnst það GEÐVEIKT, ótrúlega svona töff pæjulag, eins og komið ferskt frá útlöndum eða eitthvað..svona Britney:) Eins og Raggi Bjarni sagði verð ég fúl ef við komumst ekki áfram...og það sérstaklega ef við verðum ekki ofarlega í úrslitum!!
Páskafríið byrjar á miðvikudaginn, og ég er að fara á maraþon vakt í vinnunni á þriðjudaginn! 16 tímar...:/ vonandi hugsiði hlýlega til mín!!
Bryndís, góða ferð út..öfunda þig;)
Marta María at 09:40
miðvikudagur, mars 02, 2005
Útlönd...Ég þarf nauðsynlega að komast til útlanda í sumar. Vill einhver vera ferðafélagi minn?? Áhugasamir gefi sig fram!!! STRAX...
Eyrún at 10:58