Vá hvað það er langt síðan ég skrifaði hérna inn! Það er nú fyrir löngu kominn tími á það. Ég er komin heim úr mínum ferðalögum í bili. Búin að vera í Finnlandi og Rússlandi og svo í göngu vestur á fjörðum. Það var rosa fínt. Fékk gott veður í útlandinu en rigningu og rok hérna heima :) Nú tek ég því bara rólega hérna í bænum. Er að vinna í Mál og menningu núna um verslunarmannahelgina. Hvað ætlið þið að gera? Það er svo komin dagsetning á næstu ferð mína. Ég fer til Bandaríkjanna 9.ágúst. Þannig að það er ekkert svo langt þangað til...SCARY!!! Vonandi næ ég að hitta ykkur allar áður en ég fer, aldrei að vita nema ég reyni að halda smá hitting fyrir okkur í næstu viku :) Ég þarf líka að segja ykkur svolítið...en það kemur í ljós! Og nei, ég er ekki ólétt! Hehe :)
Bjarney at 15:35
mánudagur, júlí 18, 2005
Hæ hæ allar! :) Ég veit að þetta er frekar stuttur fyrirvari en það verður singstar partý heima hjá mér í dag! Við erum nokkrar sem ætlum að borða saman og er því guðvelkomið að mæta hvenær sem er eftir 5! Að sjálfsögðu má sem fyrr koma með söngelska gesti að vild!
Á öðrum nótum er ég að fara til BENIDORM á miðvikudaginn!!!!!! Ég er orðin mjög spennt og hlakka til að sjá alla fjölskyldumeðlimina 11 sem eru þegar komnir út! Sjáumst eftir 2 daga!!!! :)
Kveðja, Bryndís söngfugl ;)
Bryndis Julia at 14:48
sunnudagur, júlí 17, 2005
Hae hae! Bara svona rétt ad láta heyra frá mér! Benidorm er allt odruvísi en ég hélt, ég hélt ad thetta vaeri frekar subbulegur djammstadur, en thetta er ótrúlega fínn og snyrtilegur stadur sem ég maeli alveg med! Hér er búinn ad vera steikjandi hiti og sól sídan vid komum, og thegsar vid vorum nidrí bae á midnaetti um daginn sýndi maelirinn 30ºC! Vel heitt en samt nottla ótrúlega nice!! :) Vid hittum spaenska vinkonu Hannesar og kaerasta hennar og fórum med theim ad borda hádegismat og bara spjalla, thad var rosa fínt og vid aetlum ad fara til theirra í Alicante í vikunni -ar sem -au aetla ad sýna okkur baeinn sinn og gera e-d skemmtilegt! :) (Ég er á netkaffi thar sem madur laetur 1€ í sjálfsala og faer 20 mín á netinu og thad settist breskur gaur vid hlidina á mér og lét óvart evruna sína í minn sjálfsala, naer henni ekki úr og ég er ekki med neitt klink á mér th.a.hann gaf mér thví extra 20 mín!! :) ) Annars erum vid búin ad gera mest lítid hér annad en ad liggja í leti, thad er líka rosa gott!:) Ég er ekki nógu tholinmód í sólinni th.a. brúnkan er soldid lengi ad koma...en hún kemur bara á sínum hrada! :) Á morgun aetlum vid ad fara í e-n skemmtigard sem heitir Terra Mitica og hann á ad vera e-d voda flottur, rússíbanar, vatnsrússíbanar og laeti! :) Oh, Hildigunnur ég var ýkt svekkt ad hafa misst af aettarmótinu, ég vona ad thú hafir skemmt tér vel...bíd bara eftir skúbbinu um alla skrýtnu aettingjana! ;) Nú styttist ódum í ad Bryndís komi í saeluna...3 dagar! Vid hlokkum til ad sja thig! Heyri í ykkur saetu! :) -Anna Lísa!
Anna Lisa at 18:06
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Benidorm... ...here I come! :)
Jæja þá styttist í að ég fari í sólina á Spáni, mmmmm.... Nú er ég bara að leggja lokahöndina á að pakka niður (allt of miklu) dóti :S og svo ætla ég að skella mér í síðbúna sturtu, sem er einmitt orðinn vani hjá mér, þ.e. að fara kl.svona 1 á nóttu í sturtu! ;)
En ég læt kannski heyra í mér frá e-u netkaffi!
Annars segi ég bara, hafið það gott elskurnar mínar!
Kossogknús frá ÖnnuLísupínustressuðufyrirflugið!! ;)
P.s. hér er hótelið okkar, og svona webcam sem þið getið kannski séð okkur í! ;)
Anna Lisa at 00:37
sunnudagur, júlí 10, 2005
Útilega á Þingvöllum
Útilegan var alveg æðisleg og þar stóð sagan af Rósu upp úr! Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að þessa sögu megi nú lesa á bloggum um veröld alla! HE HE!
Annars var rosalega huggulegt og við verðum endilega að fara aftur næsta sumar og þá fleiri ;o)
Ósk at 19:46
þriðjudagur, júlí 05, 2005
Ó mæ!!
Ég var að lesa e-a frétt um Sigur Rós ámbl.is og klikkaði á heimasíðuna þeirra og kíkti svo í gamni í gestabókina á síðunni þeirra! Það er greinilegt að fólk er að nota svona heimasíður sem stað til að auglýsa hitt og þetta og bækur sem verið er að gefa út, hótel og klám svo e-ð sé nefnt! Svo mátti lesa e-r skilaboð frá aðdáendum inn á milli.... Mér fannst þetta bara soldið fyndið...kannski lélegur húmor...hmmm.... ég veit ekki...hvað finnst ykkur?!?!?! ;) ;) ;)
Anna Lisa at 22:29
Sælar stúlkur Þá er komið að útilegunni sem við höfum allar þráð að fara í alla okkar ævi. Loksins loksins er komið er að því og ferðinni er heitið til Þingvalla, nema veðrið ætli eitthvað að stríða okkur en þá finnum við bara einhvern annan stað þar sem ekki er líklegt að tjaldið/tjöldin fjúki eða leki niður. Ég, Ósk og Ásgerður ætlum að minnsta kosti og þá helst að leggja af stað á föstudaginn og gista í tvær nætur. Hverjar eru með?
Dagbjort at 21:11