mánudagur, nóvember 14, 2005
Vildi bara svona í gamni óska Silviu Nótt til hamingju með Edduverðlaunin;
);) hehe...
Marta María at 22:12
föstudagur, nóvember 11, 2005
Blogg...Hæ
stelpur! Váááá langt síðan síðast...ætla að gera svona punktayfirlit yfir e-a atburði....
*Já það er komin vetur...það veit ég því nú er búið að
læsa 1 glerhurðinni af 3, við aðalinnganginn, í Öskju því hún brotnaði í fyrravetur..jájá batnandi fólki er best að lifa (kaldhæðni!)...
*fór í bókabúðina
Iðu í dag, mér til mikillar ánægju sá ég svona
barbapabba kalla, allskonar, minnir á gamla tíma..;)
*3 afmælisveislur á 4 dögum; já þið heyrðuð rétt, afmæli í gær, afmæli á morgun og afmæli á sunnudaginn...
*
Ég hlakka til jólanna:)
...OK, ég veit þetta var stutt en þetta er nú betra en ekki neitt:):)
Æ mér fanns þetta svooo sæt mynd.......
Marta María at 19:48
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Jæja....
...er ekki kominn tími á e-ð annað en aðdáun mína á snjónum, sem er b.t.w. farinn?! Hélt það líka! ;)
Ég hef svo sem ekkert merkilegt að segja, sit núna á Bókhlöðunni og er að reyna að taka mig á í lærdómnum! (dejavú...eða er það bara ég??)
Þegar maður er svona mikið eftir á í öllum fögunum er svo erfitt að ákveða hvar á að byrja....ég ákvað að byrja á að taka Próffræði bókina mína úr plastinu og athuga hvort ég gæti ekki lært e-ð í henni. Ég er á 3. blaðsíðu, bara ~500 blaðsíður eftir...en ég er bjartsýn á að mér takist að bæta nokkrum við áður en ég þarf að fara heim :)
Annars er bara allt á fullu í nýju íbúðinni, búið að mála, verið að skipta um parket og hurðir...svo þarf ég bara að fara að pakka öllu mínu drasli! :S Ég er ekki búin að taka til í herberginu mínu í ég veit ekki hvað langan tíma því það var alltaf “svo stutt þar til við flyttum” (er rétt að segja flyttum??) en nú verður bara tífalt meira vesen að pakka ef e-ð er! :( 
Ef ykkur leiðist óstjórnanlega mikið og hafið ekkert að gera þá standa dyr mínar opnar (eins mikið opnar og hægt er að hafa þær fyrir drasli....) fyrir þá sem langar að taka til og pakka! Just let me know! ;) ;) ;)
Well well, lærdómurinn kallar! ...svo hátt að þið hljótið að heyra það líka! ;)
Koss&knús!
Analyze ;)
P.s. Ég væri alveg til í að fá e-r komment...það myndi pottþétt láta mig læra betur!! ;)
Anna Lisa at 20:26