Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla allar saman! Ég hafði það ósköp gott um áramótin, borðuðum góðan mat, horfðum á áramótaskaupið (sem mér fannst nú ekki mikið fyndið) og sprengdum nokkra flugelda. Hvolpurinn Tumi var ósköp hress og var ekki minnsta hræddur við flugeldana, var meira að segja útí garði yfir miðnættið hahaha. Svo fórum við Grétar í partý og komum heim kl 6 í morgun, og meira að segja leigubílaverðið kom þægilega á óvart (ekki eins dýrt og ég var búin að óttast). Jájá þetta var mjög fínt...Svo tekur núna við vika þar sem ég ætla að hafa það gott áður en skólinn byrjar 9. janúar...
Og hver eru svo stóru plönin á nýja árinu? Eina sem mér dettur í hug er að stefna á að fara Laugaveginn í sumar...(sko ekki niðrí bæ ef einhverjum lifandi datt það í hug hehe;))
En hafið þið það gott á nýju ári þar sem Ósk og Sverrir munu gifta sig, spennó!!!