Þegar ég var lítil var mér kennt að svara ekki keðjubréfum. Ekki vegna þess að það væri slæmt að fá senda marga poka af lakkrís (sem getur samt valdið niðurgangi) heldur vegna þess að í sumum þessara bréfa voru hótanir.
Ég vil því segja ykkur að ég vil aldrei fá sendan póst með hótunum. Sama hvort það eru hótanir um að ég rotni í helvíti, muni verða óheppin í ástum eða eigi enga vini. Ég veit ekki hvort þið sendið mér þetta til að bjarga ykkar rassi eða af því að í bréfinu stendur eitthvað annað fallegt eða fyndið. Ef um er að ræða þetta síðara getið þið alltaf klippt það ljóta út úr bréfinu og sent það svo.
Þetta er ekki meint í illu en ég vænti þess að þið sem vinkonur mínar virðið þessa ósk mína.
ES. Þegar ég sendi ekki áfram svona keðjur er það ekki vegna þess að ég elska ykkur ekki heldur einmitt af því að ég elska ykkur og vil ekki senda eitthvað með slæmum óskum og er auk þess ekki mikið fyrir að gera annara orð að mínum.
Ósk at 13:45