Mmmmm... .....það er enn vika þar til ég byrja í skólanum aftur! Mér finnst það ansi vel þegið þar sem ég kláraði prófin seint, fór strax að vinna og var í þokkabót lasin nánast öll jólin! ...en þessi vika verður bara afslöppun og gúddí fílingur! ;)
Annars er voða lítið að frétta...fór á tónleika á laugardaginn þar sem við Hannes, Dagbjört, Ósk, Sverrir og Sævar, ásamt hinum rúmlega fimm þúsund, vorum í góðum gír! Það var ekkert smá gaman að sjá svona marga góða tónlistarmenn spila sem ég hef aldrei séð áður!
Svo á sunnudagsmorgunn var Fréttablaðið lesið: ,,...og þakið ætlaði að rifna af Höllinni þegar leynigesturinn Nick Cave steig á svið...’’ What?! Hann hefur algjörlega farið fram hjá okkur...alveg týpískt...akkúrat þegar við fórum að kaupa okkur að drekka!! Svo kemur í ljós að enginn tónleikagesta varð var við þennan leynigest nema blaðamaður Fréttablaðsins!! Hvernig gerist eiginlega svona? Ég var búin að heyra umræðu um e-r óvæntaruppákomur og e-r fóru að nefna að Nick Cave myndi verða leynigestur. Blaðamaður Fréttablaðsins hefur bara treyst “heimildamanni” sínum svo vel að hann hefur skrifað fréttina án þess að fá hana staðfesta, eða haldið að Damien Rice væri Nick Cave því þá varð ég vör við að þakið ætlaði að rifna af Höllinni...og Ósk hjálpaði sko til við það! ;) En ég ætla að halda pínu afmælisboð á föstudag eða laugardag...læt ykkur vita þegar nær dregur! Koss&knús!!
Anna Lisa at 14:21