Þá er komið að því að enn einn nafngreindur aðili ónafngreinda saumaklúbbsins á afmæli!
Þar sem ég verð 23 ára á föstudaginn er ykkur boðið í smá teiti til mín á föstudagskvöld kl.20:00!
Makar eru velkomnir.
Svo verður bara séð til hvernig kvöldið þróast og ef stemning er að kíkja í bæinn má skoða það;) (by the way þar sem ég verð afmælisbarnið og fæ að ráða hehe þá fer ég EKKI seint í bæinn, ef ég fer þangað, því ég ætla ekki að eyða afmælisnóttinni í að standa í biðröð;))
Þá er fólki velkomið að koma með sitt eigið áfengi ef það vill fá sér í glas.
Vonandi sé ég ykkur sem flestar...Hlakka til að sjá ykkur...:):)