framhald... Þorrablót og Eurovision Á laugardaginn skelltum við Hannes okkur svo til Hveragerðis á þorrablót...borðtennis, pool og heitur pottur að ógleymdum hákarli og súrsuðum mat...ég hélt mig samt að mestu bara við þetta “venjulega” sem var í boði! ;) Allir voru í miklu stuði og ekki minnkaði það þegar við horfðum á Silvíu Nótt og hinar upphitunarhljómsveitirnar! ;)
Konudagurinn, nýir skór og flutningar Á sunnudaginn svaf ég sko út...það er alveg það besta í heimi að sofa lengi og kúra svo frameftir! Ekki var það verra að Hannes skellti sér út í bakarí, svona í tilefni dagsins, til að gleðja sælkera sælkeranna...moi! ;) Skellti mér svo í Kringluna og splæsti í þessa fínu Adidas strigaskó... loksins drullaðist ég til að kaupa mér e-a skó, er búin að vera á leiðinni í ég veit ekki hvað langan tíma! Eftir Kringluferðina fór ég til Bryndísar, fékk mér bollur og hjálpaði þeim skötuhjúm svo að flytja í nýju fínu íbúðina...til hamingju aftur Bryndís og Skúli! :*
Í alla staði frábær helgi og morgundagurinn virðist ekki ætla að verða neitt síðri þar sem Unnur Vala sálfræðiskvísa á afmæli og hún ætlar að bjóða okkur í hádegis-afmælisboð, mmmm...! :)
Kristín, mér líst ótrúlega vel á að lífga upp á síðuna okkar, læt þig fá myndir sem fyrst! ...en stelpur, bara svona pæling, ætluðum við að skipta um nafn eða eigum við að halda okkur við þetta yndislega “bráðabirgðanafn”? Hvað finnst ykkur?
Eníhú...hlakka til að sjá ykkur allar hjá Kristínu á föstudaginn! :*
Anna Lisa at 22:29