laugardagur, febrúar 18, 2006
Saumaklúbbur og Eurovision
Nú er komið að saumaklúbbi febrúar-mánaðar. Hann verður föstudaginn 24. febrúar heima hjá mér klukkan 20:00. Endilega látið mig vita með kommenti, sms-i, símtali, emili, dyraati eða bréfdúfu hvort þið komist eður ei.
En í sambandi við Eurovision, þá datt mér í hug að bjóða ykkur að mæta galvaskar að horfa á forkeppnina með mér í kvöld. Það væri jafnvel hægt að taka í spil eða kíkja í Singstar þegar keppnin er búin ef að áhugi er til staðar ;). Það má þá láta mig vita hvort þið komist en annars ætla ég líka að láta ykkur vita af þessu með persónulegri hætti þar sem ég þekki netvenjur sumra ykkar :)!
P.S. Mig vantar myndir af ykkur. Allar eiga að láta mig fá mynd af sér þar sem þær eru sátar við höfuðið. Það þarf ekkert annað að sjást á myndinni. Ef þið finnið fleiri en eina mynd sem koma til greina þá mega þær endilega fljóta með. Og svo ætla ég að frekjast og biðja um uppáhalds myndina ykkar af ykkur þegar þið voruð litlar. Það skiptir ekki máli hvort þær eru á stafrænu- eða pappírsformi. Já, og ástæðan fyrir þessari ósk er sú að mig langar til að breyta síðunni í eitthvað sem er ekki svona ljótt. Ég geri ráð fyrir að það verði allir ánægðir með það framtak mitt ;)! (Málfræðilögreglan er á hælunum á mér fyrir ofnotkun á orðinu ykkur í þessari færslu...)
Kristín at 12:06