Vísó, afmæli og bærinn Föstudagurinn byrjaði snemma á vísindaferð í KB-banka með Sóldísi, Unni og fleiri skemmtilegum sálfræðinemum! :) Gaurinn sem hélt kynninguna fyrir okkur talaði í mesta lagi 10 mínútur og svo máttum við bara ráðast á veitingarnar og kjafta...almennilegt! ;) Frá KB-banka fórum við í smá stund á Pravda en við Sóldís stoppuðum stutt þar sem við vorum báðar á leið í afmæli....
Frá Pravda fór ég svo í afmæli til hennar Mörtu Maríu skvísu! ;) Þar var sko borðað og hlegið mikið...ég var orðin aum í kinnunum svona í lokin! Sögurnar sem standa upp úr eru pottþétt þessar frá “sumrinu 2001” og um þýska strákinn Peter sem Silvía hitti á Óliver! :D
Svo fórum við Marta María og Silvía í bæinn þar sem við dönsuðum og trylltum lýðinn ;) ... ég held að ég hafi sjaldan dansað jafnmarga furðulega hóp-hringdansa! :Þ Ég held að ég hafi sjaldan skemmt mér jafnvel, enda kom ég heim á sama tíma og Mogginn barst í hús! ;) Takk ótrúlega mikið fyrir frábært kvöld stelpur!! :*
(framhald í færslu hér að neðan því að blogger.com er með e-a stæla við mig! ;) )
Anna Lisa at 22:30