Það sem er í fréttum.. -> Grétar á afmæli í dag og í gær var "afmælisbrunch" í tilefni þess, ég gaf honum gæsadúnsæng.. -> Í "brunchinu" fékk Grétar afmælisgjöf frá ástkærri frænku sinni henni Silviu sem gaf honum Biblíu fallega fólksins eftir engan annan en sjálfan Peter (þ.e. Gillzenegger).. -> Samkvæmt Biblíu fallega fólksins skiptast karlmenn í 1) hnakka og 2) trefla. Hnakkar skiptast svo í a)kallarnir.is töff hnakka b)white trash-hnakka og c)updeitaða white-trash hnakka. Ég verð að fá að koma með betri og nánari gullmola úr þessari bók seinna..þið verðið að bíða spenntar þangað til..allar rétti upp hönd sem hafa áhuga á því?! -> Ég hélt með Snorra í síðasta IDOL-þætti. -> Næstkomandi föstudag er vísindaferð í Íslenska erfðagreiningu og eftir það verður haldið í Öskju þar sem nemendafélag líffræðinema (Haxi) ætlar að bjóða öllum upp á Eldsmiðjupizzur og að drekka með.. -> Ég hlakka til þegar það verður bannað að reykja á skemmtistöðum.. -> Á morgun er ég með nokkurra mínútna fyrirlestur um breytingar í stýriröðum í markgenum Hox-gena afurða:Þróun vængja, vængjafjölda og vængjagerð skordýra..áhugasamir sem vilja vita meira um efnið geta haft samband við mig.. -> Bráðum koma páskar og páskaegg.. -> Og hvað er málið með þetta??? Er hægt að treysta svona stjórnmálamanni eða? Eða mega þeir ekki fíflast eins og aðrir (ekki þó að segja að ég myndi gera þetta á laugaveginum).. See ya...
Marta María at 20:49