*fékk ég póstkort frá Ameríkuförunum, takk fyrir það Bryndís, Eyrún og Kristín:*
..og í gær og í dag og næstu daga langar mig í stafræna myndavél..ég meina 2 brúðkaup á næstunni skilurru!! Ég held að ég verði að mæta ansi snemma í fríhöfnina ef ég ætla líka að fara að skoða myndavél en ekki bara snyrtivörur og tímarit...
...það er nú svoldið illa farið með okkur prófafólk að hafa svona gott veður...síðustu daga hef ég verið með hausverk, annað hvort útaf lærdómsstreitu eða sólsting...en nei ég held að sólstingur sé svoldið langsótt hjá mér... ...það er svo gaman að skoða bloggsíður, maður er inni á einni síðu og svo er þetta orðið af einhverri keðjuverkun þar sem maður endar hjá einhverjum sem maður kannast við en hélt að eigandi síðunnar þekkti ekki...já þetta er lítið land..
Marta María at 21:58