föstudagur, júní 23, 2006
Já, ég er ekki frá því að gærdagurinn hafi verið með betri dögum í laaaangan tíma!
Byrjaði náttúrulega á því að vakna við þá gleði að sólin skein úti en ekki grámygla og rigning eins og hefur verið allan júní!
Á svona degi er bara æði að vinna á leikskóla og við vorum úti allan
daginn og nutum blíðunnar í botn! :)
Eftir vinnu fórum við Hannes hjólandi í grill til Frænda og co. þar sem hele familien var og við sátum í garðinum og borðuðum góðan mat! Almennilegt! :)
Svo ákváðum við að fara í smá hjólatúr en enduðum á að hjóla örugglega allt í allt 7-10 km! Ég get ekki einu sinni sagt ykkur hvað rassinn á mér var aumur eftir þennan ljóta hnakk...og er enn! ;)
En hápunktur dagsins var samt án efa þegar systir mín tilkynnti mér að hún væri ólétt!!!!!!!
Hafið það gott dúllurnar mínar!
-Anna Lísa verðandi móðursystir! :)
Anna Lisa at 01:04