Jæja, gott fólk. Nú er komið að árlegri afmælisveislu sem skal nú haldin í semíréttum mánuði. Vegna vakta- og helgarvinnu gemlinga í hópnum ætla ég að gera litla könnun. Hvernig stendur á hjá ykkur þarnæstu helgi (fyrsta helgin í júlí). Mér er nokk sama um hvorn daginn er að ræða þannig að sá sem hentar flestum best verður fyrir valinu :). Endilega láta vita með öllum mögulegum ráðum.