þriðjudagur, júní 20, 2006
MYNDIR!!!Ég var að skoða myndir úr útskriftaferðinni hjá Lísu sem vinnur með mér á Nings og það minnti mig svo geðveikt mikið á þegar við vorum útá Krít!!! Þannig að ég dró upp gamla myndabúnkann og fór að skoða :) Þetta var að sjálfsögðu fyrir tíma digital myndavélarinnar minnar og mín gamla vél var ekki með Zoom þannig að myndirnar eru allar hálfskrítnar :I En samt skemmtilegar. Vá hvað mig langar að upplifa þessa ferð aftur :) En er einhver sem á myndir á rafrænuformi úr þessari ferð?? Ég veit að myndirnar hennar Kristínar "týndust" allar :( Ömó :(
Eigum við svo ekki að reyna að vera duglegar að setja myndir inná nýju síðuna okkar ???
Spurning um að fara bara í það núna þegar maður hefur ekkert að gera!
Bryndís vann útlandaferð í Sumarleik Nings :) Heppin :) Borgar sig greinilega að þekkja mig!! hehe.
Kveðja, Eyrún lasilingur
Eyrún at 14:12