Til hamingju með afmælið á sunnudaginn, vonandi hafðirðu það gott! :)
Jæja þá er skólinn byrjaður og allt að komast í gang...þessi önn leggst bara ágætlega í mig! Svo vel að ég fór meira að segja á Bókhlöðuna í gærkvöldi og las e-ð af því sem átti að lesa! :) ...sjáum til hve lengi þessi ákefð verður! ;)
Þegar ég skoðaði mbl.is í gærmorgun brá mér við að sjá að “The crocodile hunter”, Steve Irwin var dáinn! Ég veit ekki hversu marga dýralífsþætti ég hef séð með honum og oft horft á hann hjá Jay Leno o.fl.! Ég varð ótrúlega sorgmædd, grínlaust, eins og þetta hafði verið e-r sem ég þekkti! :(
frh. hér að neðan!