mánudagur, september 18, 2006
Mánudagskvöldið 18. september..Hæ, hvað segiði? Helgin hjá mér var fín, hitti nokkra vinnufélaga frá RUST. Gróflega var þetta gert: partý, borðað, sing-star, annað partý, hlustað á Modern talking (einn af þeim geisladiskum sem ég tók með mér þar sem ég vissi af fátæklegu geisladiskasafni íbúðareiganda ;) ) en fólk tók ekki alvarlega þessari tónlist..skil það ekki hahaha. Svo var haldið í bæinn og rölt á þónokkra staði...kíkið á bloggið hjá Sollu svakalegu til að sjá myndir, hún er svakalegur ljósmyndari hehe.Fyrir viku síðan var ég svo í fyrsta verklega tímanum mínum í Tilraunadýrum og vísindarannsóknum. Við höfðum lifandi, sætar, hvítar og forvitnar mýs sem við æfðum okkur að taka upp á skottinu, þrýsta upp við búrið og svo ná taki á hnakkadrambinu, svo sprautaði dýralæknirinn (kennarinn) deyfingu, róandi og svæfandi í e-r mýs, svo æfðum við okkur að sprauta í æð í skottinu á greyjunum og kennarinn sprautaði á ýmsum stöðum og loksins krufði eina. Þetta var mjög fróðlegt, og næst verða það lifandi rottur...þær reyna víst ekki að bíta eins mikið og mýsnar er mér sagt...
Annars var ég að setja inn myndir frá tjúttinu 8. september...þær voru nú reyndar ekki margar..en e-ð er betra en ekkert ekki satt?
Marta María at 23:19